Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. september. 2008 02:00

Saumasystur á Snorrastöðum

Hópurinn á Snorrastöðum.
Nýverið kom hópur kvenna af höfuðborgarsvæðinu í heimsókn á Snorrastaði í Kolbeinsstaðahreppi. Hópurinn kallar sig Saumasystur en hann skipa 30 konur. Nær allir meðlimir voru mættir á Snorrastaði með saumavélar sínar, búta, nálar og prjóna.

Saumasystur hittast mánaðarlega til að sauma en árlega leggja þær land undir fót og dvelja yfir helgi við saum og gleði.

Konurnar lögðu undir sig vélaskemmuna á bænum og sögðu aðstöðuna henta afar vel fyrir svona hóp. Kristján bóndi á Snorrastöðum hafði á orði að líklega hefði hann aldrei séð konur svo broshýrar við saumavélar. Var honum þá bent á að líklega hefði hann eingöngu séð konur við viðgerðir á vinnugöllum og buxum. Þegar ljósmyndari Skessuhorns kvaddi hópinn voru þær að pakka niður afrakstri helgarinnar. Voru það aðallega bútasaumsverk, allt frá nokkrum sentimetrum upp í stærðar rúmteppi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is