Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. september. 2008 04:43

Rauk úr öllu á Erpsstöðum

“Við ætluðum að setja allt af stað í gær en það fór ekki betur en svo að hér rauk úr öllu,” segir Þorgrímur E. Guðbjartsson bóndi á Erpsstöðum í Dölum en ætlunin var að setja af stað mikinn tækjabúnað í nýju fjósi hans í gær, einu stærsta og fullkomnasta fjósi landsins. Til þess höfðu Þorgrímur og kona hans Helga Elínborg Guðmundsdóttir tekið á leigu svokallaðan rafmagnshrút frá RARIK þar sem búnaðurinn krefst þriggja fasa rafmagns sem ekki er í boði á svæðinu. Gangsetningin fór úrskeiðis og hlaust af því nokkurt tjón á tækjum.

 

Fjósið fól í sér yfir 100 milljóna króna fjárfestingu fyrir hjónin á Erpsstöðum enda er ætlunin að fullvinna þar mjólkurafurðir auk hefðbundinnar mjólkurframleiðslu. Þorgrímur segir það með öllu óþolandi að allt strandi nú á rafmagni. “Mér var boðið þriggja fasa rafmagn á bæinn fyrir 6 milljónir króna,” segir hann. “Tilboðið lækkuðu RARIK-menn í 1,8 milljónir. Málið er hins vegar að ef þeir ákveða að leggja þriggja fasa rafmagn hér á næstunni mun það ekki kosta mig krónu. Þeir vilja hins vegar ekki gefa upp hvort eða hvenær það standi til.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is