Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. september. 2008 03:08

Páll og Thor í Hallgrímskirkju

Heilög Sesselja máluð á svell. Páll tekur síðan þrykkmyndir af því.
Laugardaginn 13. september sl. opnuðu listamennirnir og félagarnir Páll Guðmundsson frá Húsafelli og Thor Vilhjálmsson skáld samsýningu í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Sýningin ber heitið Heilög Cecilía en hún er verndardýrlingur tónlistarinnar. Páll sýnir höggmyndir og svellþrykksmyndir, sem allar eru af verndardýrlingnum og eru gerðar samhliða gerð samnefndrar óratóríu, sem Áskell Másson hefur verið með í smíðum undanfarin misseri. Thor Vilhjálmsson er höfundur texta óratóríunnar og hefur lagt sýningunni til texta úr verkinu. Óratórían fjallar um líf verndardýrlingsins, sem talin er hafa dáið píslarvættisdauða í Róm á 3. öld. Heimildir greina frá því að Cecilía hafi verið nafndýrlingur Húsafellskirkju í kaþólskum sið.

Á sýningu Páls má m.a. sjá þrjár höggmyndir, sem notaðar verða sem hljóðfæri í verki Áskels. Við opnunina lék Páll á steinhörpu sem hann hefur smíðað úr Húsafellssteinum og skreytt með Cecilíumyndum. Sýningin myndar sýnilegan ramma utan um frumflutning óratóríunnar sem fram fer þann 22. nóvember nk. sem jafnframt er dagur heilagrar Sesselju.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is