22. september. 2008 01:08
Áformað er að taka saman bók um Kristleif Þorsteinsson á Húsafelli, sem lést fyrir fimm árum en er öllum í fersku minni sem til hans þekktu. Kristleifur var einstakur maður, hugmyndaríkur og frumlegur. Kunna margir góðar sögur af honum, sem vonir standa til að verði sem flestar í bókinni, stuttar og laggóðar. Í fréttatilkynningu frá ritstjórn væntanlegrar bókar er farið þess á leit við alla sem luma á einhverju áhugaverðu um Kristleif að festa það á blað eða setja í tölvuskeyti og senda ritstjóra, Má Jónssyni sagnfræðingi, að Hringbraut 98, 107 Reykjavík (netfang marj@hi.is). Þar segir að nauðsynlegt sé að sögur berist fyrir 15. nóvember næstkomandi og að þeim fylgi upplýsingar um höfund og sem nákvæmust tímasetning atviks eða ummæla sem lýst er.