Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. september. 2008 04:05

Metin fjúka hvert af öðru í laxveiðinni

Svo virðist sem yfirstandi laxveiðiár verði það besta í sögunni. Í mörgum ám hafa met verið slegin og sumsstaðar er enn verið að bæta þau þar sem veitt er út september. Rétt er að minna á hversu jákvæð áhrif slíkt hefur fyrir eigendur veiðiréttar sem í mörgum tilfellum eru bændur. Vafalaust eiga góðar tekjur þeirra af laxveiðiánum sinn þátt í að búskapur er víða með blómlegum hætti í sveitum landsins því vissulega munar um þessar tekjur. Á vef Landssambands veiðifélaga var í síðustu viku sagt frá metveiði í nokkrum laxveiðiám. Samantekt LV byggir á veiði eins og hún var í lok 17. september sl:

Veiðum í Norðurá í Borgarfirði er nú lokið og eru áætlaðar lokatölur 3308 laxar sem er ný metveiði, eða 170 löxum umfram fyrra met. Lokatölur árið 2007 voru 1447 laxar og var veiðin nú því rúmlega tvöföld, eða 1861 löxum fleiri.  Veiðin í Langá á Mýrum gengur afar vel og hefur nýtt met verið sett með 2919 löxum sem einnig er rúmlega tvöföld veiði síðasta árs. Í síðustu viku veiddust 111 laxar í Langá og er áin komin 1463 löxum umfram lokatölur 2007. Þá hefur frábær veiði verið í Hafffjarðará á Snæfellsnesi. Þar veiddust 1.980 laxar en fyrra met í ánni var 1.290 laxar. Þessar ár voru „fullar“ af laxi í allt sumar, segir á vef LV, sem undrast hvað veiðin var góð miðað við vatnsleysi síðsumars.

 

Met hafa verið slegin í fleiri laxveiðiám á Vesturlandi og hefur verið minnst á sumar þeirra áður. Að lokum er þó ekki hægt að sneiða hjá upplýsingum um hástökkvara ársins, þrátt fyrir að vatnasvæðið sé á Suðurlandi. Flestir laxar í ár hafa veiðst í Ytri Rangá og Hólsá eða 11.546 laxar. Á svipuðum tíma í fyrra höfðu 4.988 laxar veiðst í ánum og því er munurinn milli ára gríðarlega mikill, eða 6558 laxar. Fyrir austan er því enn rífandi gangur í veiðinni. Vestlenska tengingin er hinsvegar sú að seiðin sem síðar verða að vænum löxum í Rangánum, klekjast út og eru alin upp á Fiskeldisstöðinni á Laxeyri í Hálsasveit.

 

Að lokum látum við fylgja með tölur úr nokkrum veiðiám hér á Vesturlandi þar sem LV hefur reiknað fjölda laxa per stöng. Líkt og í heildarveiðinni eru langflestir laxar á stöng úr Ytri Rangá og Hólsá, eða 641 lax. Í þriðja sæti yfir landið er hinsvegar Haffjarðará:

 

Á:                        Laxar per stöng:

Haffjarðará                   330

Langá                           292

Laxá í Dölum                 271

Flókadalsá (Borgarf)      243

Norðurá                        236

Grímsá og Tunguá         227

Þverá og Kjarará           202

Laxá í Leirársveit           200

Straumfjarðará             178

 

 

Sjá nánar upplýsingar um veiðina á www.angling.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is