Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. september. 2008 07:34

Mörg brot á einu bretti

Á miðvikudag í síðustu viku hafði lögreglan á Akranesi afskipti af ökumanni bifreiðar. Sá reyndist hafa ýmislegt óhreint í pokahorninu. Við rannsókn lögreglur reyndist hann vera undir áhrifum kókaíns, kannabisefna og amfetamíns. Auk þess reyndi farþegi sem með honum var að losa sig við nokkur grömm af amfetamíni fyrir framan nefið á lögreglumönnunum. Þegar betur var að gáð reyndust vera kókaín, e-töflur og kannabisefni í bifreiðinni auk mikils magns af sterkum ávanabindandi lyfjum sem hvorugur maðurinn gat gert grein fyrir. Að síðustu fannst í bifreiðinni stór sveðja. Ekki nóg með allt sem á undan er talið þá reyndust hvorugur mannanna vera skráðir eigendur bifreiðarinnar og lagði lögregla því hald á hana þar til náðist í eiganda hennar. Mönnunum var sleppt eftir yfirheyrslur daginn eftir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is