Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. september. 2008 10:15

Rigning tefur þreskingu og gæsin nýtir sér það

Kornþresking í Ásgarði fyrr í mánuðinum
“Fram undir þetta hefur verið mjög gott útlit fyrir kornuppskeru hér í Borgarfirði en nú er hann lagstur í stöðuga rigningu og á meðan svo er borgar sig ekki að þreskja kornið, því of mikið af því tapast ef þreskt er í bleytu,” segir Magnús Eggertsson bóndi í Ásgarði í Reykholtsdal og verktaki í samtali við Skessuhorn. “Það er hins vegar annað og verra vandamál sem við glímum við þessa dagana, en það er gæsin sem herjar á akrana og veldur stórskaða. Nú er því lítið annað að gera en vona að þurrkurinn komi áður en gæsin nær að éta og eyðileggja uppskeruna. Á meðan verður að halda uppi þeim vörnum sem tiltækar eru til að bægja gæsinni frá.”

Magnús segir gæsina vanalega koma af fjöllum um 15. september og hafi það ekki brugðist nú. Hann segir að í fyrra hafi meira borið á að álft ynni skaða en nú sé gæsin allsráðandi. Aðspurður um mögulegar leiðir til að verjast þessum vargi í ökrunum segist hann setja upp gasbyssur sem gefi frá sér þungan dynk. Þá sé nokkuð um að skotveiðimenn vilji leggja sér lið, en helst þurfi þeir að halda til á ökrunum allan sólarhringinn ef þeir ættu að gera fullt gagn. Magnús nefnir sem dæmi um þann skaða sem gæsin getur valdið að í fyrra hafi hópur þeirra étið upp til agna uppskeru af sjö hektara akri í Bæjarsveit á örfáum dögum. Miðlungsstór gæsahópur geti hæglega farið yfir hálfan til einn hektara af korni á sólarhring.

 

Nánar er rætt við Magnús bónda í Ásgarði í Skessuhorni sem kemur út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is