Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. september. 2008 09:12

Smalar voru jafnvel farnir að reka grjót í myrkrinu

Skýlt sér fyrir veðri í réttunum. Ljósm. þsk.
Á sunnudag var réttað í Gillastaðarétt í Laxárdal. Sjaldan eða aldrei hefur viðrað jafn illa til smalamennsku í aðdraganda réttarinnar, að sögn leitarmanna. Venjan er að leitarmenn komi niður með reksturinn um kvöldmatarleytið, en í ár var komið undir miðnætti þegar þeir síðustu skiluðu sér á laugardagskvöldið. Mikið rigndi og einnig gerðu myrkur, þrumur, eldingar og éljagangur mönnum og skepnum lífið leitt.  “Myrkrið var verst. Það var svo dimmt að ekki sást handa skil og voru menn jafnvel farnir að stugga við og reka dökkar þústir sem þeir héldu að væri kindur. Þegar betur var að gáð reyndust þær svo vera grjót,” segir Ingibjörg Marteinsdóttir, einn leitarmanna í samtali við Skessuhorn. Vegna bleytu og myrkurs urðu nokkur óhöpp í leitinni þar sem erfitt var að fóta sig í svartamyrkri á blautri jörðinni.

“Ég á tvær stjúpdætur, 16 og 20 ára. Þær meiddu sig báðar og þurftu að fara á heilsugæslustöðina. Önnur fékk skarð í höku sem þurfti að sauma og hin marðist illa á fæti þegar hestur hennar hnaut og hún lenti undir honum,” segir Ingibjörg. Auk þess meiddust fleiri leitarmenn, þó lítilsháttar. Ekki þótti óhætt að láta smalahesta standa úti um nóttina líkt og venja er. Voru þeir því hýstir á nærliggjandi bæjum. Að venju var þó létt yfir mönnum í sjálfri réttinni á sunnudeginum, enda kallar þetta fólk ekki allt ömmu sína.

 

Í Skessuhorni sem kemur út í dag er greint frá fleiri ógöngum sem smalar og leitarmenn þurftu að glíma við í vikunni vegna ágengra hauslægða. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is