Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. september. 2008 07:35

Horfa fram á þungt rekstrarár hjá Borgarbyggð

Yfirstandandi lánsfjárkreppa og minnkandi umsvif almennings og fyrirtækja kemur víða við. Byggðaráð Borgarbyggðar fjallaði í liðinni viku um vinnu við endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir yfirstandandi ár og drög að áætlun fyrir 2009. “Það er ljóst að næsta ár verður sveitarfélaginu þyngra en undanfarin ár. Við sjáum ekki fram á hækkun tekna á næsta ári og líklega samdrátt í tekjum að teknu tilliti til verðlagsþróunar. Borgarbyggð þarf því að fara í verulegar hagræðingaraðgerðir, sem felast meðal annars í því að fresta þarf fyrirhuguðum framkvæmdum. Við þurfum einnig að hagræða í rekstri okkar,” segir Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri í samtali við Skessuhorn.

Á fundinum var sveitarstjóra heimilað að sækja um 300 milljóna króna lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. Inni í fjárhagsáætlun þessa árs var fyrir heimild til að taka allt að 350 milljónir króna að láni og var sú heimild því rýmkuð um 200 milljónir til viðbótar. Sveitarfélagið hafði fyrr á árinu tekið 250 milljónir króna að láni.

 

Páll segir að í áætlunum Borgarbyggðar sé nú gert ráð fyrir að íbúafjöldi standi í stað, útsvarstekjur hækki um 2,5% á næsta ári og að ekki verði breyting á framlögum úr Jöfnunarsjóði. Þá gerir sveitarstjóri ekki ráð fyrir breytingum á tekjum af fasteignagjöldum þar sem óbreytt álagningarprósenta verði líklega á næsta ári. “Við horfum fram á þungt ár rekstrarlega, því er ekki að neita. Staða Borgarbyggðar hefur verið sú að við höfum haft reglulega tekjuaukningu síðustu árin og höfum notað þær auknu tekjur til að efla þjónustu sveitarfélagsins á ýmsum sviðum. Efnahagsástandið nú mun stöðva þá þróun í bili,” segir Páll.

 

Á þriggja ára framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins var meðal annars gert ráð fyrir viðbyggingu við leikskólann á Bifröst, áframhaldandi breytingum á skólahúsnæði á Varmalandi, undirbúningi að stækkun íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi, sem meðal annars felur í sér byggingu vaðlaugar við sundlaugina, auk gatnaframkvæmda. “Það er flest sem bendir til þess að við verðum að draga úr eða fresta einhverjum af þessum fyrirhuguðu framkvæmdum árið 2009,” segir Páll að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is