Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. september. 2008 08:17

KS greiðir hæsta verð til bænda

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) er sá sláturleyfishafi sem greiðir sauðfjárbændum hæsta meðalverð fyrir dilkakjöt á yfirstandandi sláturtíð. Nemur hækkun KS 22,6% milli ára. Meðalverð til sauðfjárbænda frá KS er um 400 krónur fyrir kílóið, án virðisaukaskatts. Samkvæmt upplýsingum frá Markaðsráði kindakjöts fengju bændur um 80 milljónum króna meira fyrir afurðir sínar í haust, ef aðrir sláturleyfishafar greiddu sama verð til bænda og KS gerir.  Í fréttatilkynningu frá KS segir að kaupfélagið geti greitt þetta háa verð vegna sérhæfingar sláturhússins í sauðfjárslátrun, mikilla afkasta afurðastöðvarinnar og lítils birgðahalds.

Þar segir einnig: “Bónus er stærsti viðskiptavinur afurðastöðvar KS og samstarfssamningur á milli fyrirtækjanna var nýlega endurnýjaður. Með honum fá neytendur úrvals lambakjöt með lágmarks álagningu í verslunum Bónuss um land allt. KS tryggir því bæði bændum hæsta afurðaverðið og neytendum lægsta vöruverðið.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is