Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. september. 2008 10:09

Tap í fyrsta leik U17 landsliðsins á Skaganum

Landsliðið U17 tapaði fyrsta leiknum í undakeppninni EM í knattspyrnum gegn Sviss 1:2. Leikurinn fór fram á Akranesi í gær. Á sama tíma sigruðu Norðmenn Úkraínu 4:0 í Grindavík. Næsti leikur Íslands verður á KR-vellinum í Frostaskjóli á móti Úkraínu á morgun, föstudag.   Svisslendingar skoruðu um miðbik fyrri hálfleiks og bættu svo við öðru marki tíu mínútum síðar. Sviss var öllu sterkara liðið í fyrri hálfleiknum, en strákarnir komu svo mjög grimmir til seinni hálfleiks og skoruðu mark snemma sem dæmt var af vegna rangstöðu. Skömmu síðar skoraði Zlatko Krickic frá HK gott mark fyrir Ísland.

Eftir markið var jafnræði með liðunum og þrátt fyrir góða sóknarburði íslenska liðsins tókst því ekki að jafna metin.

Báðir Vestlendingarnir í U17 landsliðinu voru í byrjunarliðinu í gær. Brynjar Gauti Guðjónsson var fyrirliði liðsins og meðal bestu manna. Brynjar Kristmundsson, sem stóð sig einnig vel sem og allt íslenska liðið, var skipt útaf skömmu eftir að Ísland náði að minnka muninn í seinni hálfleiknum.

 

Á myndinni bregst íslenska liðið til varnar en allt kom fyrir ekki, Svisslendingar komast yfir. Brynjar Kristmundsson nr. 2 fyrirliði með upprétta hönd.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is