Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. september. 2008 01:15

Sæferðir hætta hvalaskoðunarferðum frá Ólafsvík

Sæferðir í Stykkishólmi hafa ákveðið að hætta útgerð hvalaskoðunarbátsins Brimrúnar frá Ólafsvík og leggja þar með af hvalaskoðunarferðir þaðan. Í viðtali við Pétur Ágústsson framkvæmdastjóra Sæferða, sem birtist í Skessuhorni vikunnar, segir hann að ástæða þessarar ákvörðunar sé fyrst og fremst hækkun olíuverðs og að báturinn sé of dýr í rekstri miðað við tekjur af ferðunum. “Það er sorglegt að þurfa að leggja niður þessar ferðir í ljósi þess að við erum að kasta 12 ára markaðsstarfi út um gluggann. Þó að við höfum haft svipaðan farþegafjölda í þessar ferðir og undanfarin ár, eða um fimm þúsund manns, þá dugar það ekki til að greiða niður kostnað,” segir Pétur. Hann segir að Sæferðir séu tilbúnar til að veita aðstoð og jafnvel gerast þátttakandi ef einhverjir áhugasamir aðilar vildu halda áfram útgerð hvalaskoðunarbáts frá Ólafsvík á minni og hagkvæmari báti en Sæferðir hafa til umráða.

“Þá skiptir verulegu máli til dæmis fyrir gistiþjónustu á Snæfellsnesi að þessar ferðir hætti ekki. Líklega er um helmingur farþega í hvalaskoðunarferðirnar sem kaupa gistingu á Snæfellsnesi og hótelin munar um 2.500 manns,” segir Pétur.

 

 

Sjá nánar Skessuhorn vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is