Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. september. 2008 09:18

Vilja eftirlit með verksmiðjum heim í hérað

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum í vikunni að beina því til Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að eftirlit með fyrirtækjum sem Umhverfisstofnun annast nú á Vesturlandi, verði flutt yfir til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Í greinargerð með tillögunni segir að með þeim flutningi verði mögulegt að viðhafa mun nánara og öflugra eftirlit en verið hefur með starfsemi stærri fyrirtækja á Vesturlandi. Þessi ráðstöfun yrði einnig í samræmi við það meginmarkmið stjórnvalda að færa þjónustuna sem næst notendum og skapa fleiri opinber störf á landsbyggðinni.

Á umræddum bæjarstjórnarfundi samþykkti bæjarstjórn viðamiklar áskoranir til Umhverfisstofnunar þar sem farið er fram á eftirlitsskyldu stjórnenda Sementsverksmiðjunnar, í tilefni endurnýjunar starfsleyfis verksmiðjunnar. Þá líta sveitarstjórnir á Vesturlandi til mikillar og sívaxandi verksmiðjustarfsemi á Grundartanga, sem og uppbyggingu verksmiðja annars staðar á Vesturlandi. Til að mynda eru nýhafnar framkvæmdir við byggingu vatnsverksmiðju í Rifi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is