Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. september. 2008 04:15

Akraneskaupstaður krefst frávísunar stjórnsýslukæru

Akraneskaupstaður hefur krafist þess að stjórnsýslukæru Eyjólfs R. Stefánssonar vegna tölvumála bæjarins verði vísað frá. Þetta kemur fram í svari Jóhannesar Karls Sveinssonar lögfræðings fyrir hönd bæjarins sem sent var til samgönguráðuneytis á dögunum. Rökin fyrir frávísun eru meðal annars þau að ekki séu efnislegar ástæður fyrir ógildingu stjórnsýsluákvörðunar þar sem engin slík hafi verið tekin í málinu, sem sé grundvallarforsenda fyrir kæru. Gera má ráð fyrir að úrskurður samgönguráðuneytis liggi fyrir innan skamms.

Þá kemur fram í bréfi lögfræðings Akraneskaupstaðar sem kynnt var bæjarráði í síðustu viku, það álit að kæran hafi verið send röngum aðila til umfjöllunar. Þar sem kæran sé aðallega lögð fram vegna tölvuinnkaupa hefði frekar átt að senda hana til kærunefndar útboðsmála en samgönguráðuneytis. Aftur á móti hafi Akraneskaupstaður gert einkaréttarlegan samning um þjónustukaup, en ráðuneytið fjalli eingöngu um mál er varðar stjórnvaldsákvarðanir samkvæmt sveitarstjórnarlögum.

Einnig er í svarbréfinu haldið fram að kærufresturinn sé liðinn, þrátt fyrir að engin sérstök ákvörðun hafi verið kærð, þar sem ráðuneytið virðist líta svo á að tilefni kærunnar sé samþykkt bæjarráðs Akraness frá 10. apríl. Samkvæmt stjórnsýslulögum skuli kæran lögð fram innan þriggja mánaða, en kæran í þessu máli sé dagsett tæpum fjórum mánuðum frá því aðila máls var tilkynnt um meinta stjórnvaldsákvörðun.

 

Eins og komið hefur fram hafa tölvumál Akraneskaupstaðar verið þrætumál í bæjarstjórn í sumar. Minnihlutinn gagnrýndi á fundi í vikunni að svarbréfið vegna kærunnar hafi ekki verið lagt fram til bókunar á síðasta bæjarráðsfundi og væri þar með í gögnum fyrir bæjarstjórnarfundinn. Bæjarstjóri og forseti fyrir hönd meirihluta bæjarstjórnar ítrekaði þá samþykkt sem gerð var við afgreiðslu í bæjarráði og bæjarstjórn á sínum tíma, að fela lögfræðingi bæjarins að svara erindi samgönguráðuneytis og kynna það bæjarráði eins og gert hafi verið. Hins vegar væri ekkert nema sjálfsagt mál að bæjarfulltrúar fengju að sjá umrætt svarbréf.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is