Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. september. 2008 04:18

Nýr slökkviliðsbíll afhentur á Akranesi

Laufey Jóhannsdóttir, Gísli S. Einarsson og Þráinn Ólafsson við afhendinguna.
“Ég efast um að fólk geri sér grein fyrir þeirri hættu sem slökkviliðsmenn leggja sig í. Þessi nýi bíll kemur til með að stytta viðbragðstíma slökkviliðsins. Ef við náum að stytta hann um tvær mínútur erum við í góðum málum,” sagði Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri þegar nýr slökkviliðsbíll fyrir Akranes og Hvalfjarðarsveit var afhentur í dag. Bíllinn er af tegundinni Ford F-450 og er af fullkomnustu gerð, með svokölluðu one-seven kerfi.

Kerfið í raun margfaldar vatnsmagnið sjöfalt með því að nota vatn, háþrýstiloft og sápu. Vatnið tekur því minna pláss, bíllinn er léttari og viðbragðstíminn minni fyrir vikið.

 

Gísli S. Einarsson bæjarstjóri Akraness tilkynnti við tækifærið að Norðurál hefði samþykkt að borga 10% kostnaðarins við nýja bílinn, um 2,5-3 milljónir króna. “Við erum afar hamingjusöm með þeirra aðkomu að málinu. Það er mikils virði að fá fyrirtæki til liðs við okkur með þessum hætti enda er það ekki síst í þeirra þágu að endurbæta þennan tækjabúnað.” 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is