Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. september. 2008 11:09

Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Kaupþings á SPM

Hús SPM við Digranesgötu í Borgarnesi
Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína yfir kaup Kaupþings á 70% stofnfjárhluta í Sparisjóði Mýrasýslu. Var þetta tilkynnt í gær. Segist Samkeppniseftirlitið telja að þar sem SPM hefði ella horfið af markaði, sé hægt að fellast á meirihlutaeigu bankans í sjóðnum. Í fréttum í gær sagði Hreiðar Már Sigurðsson, bankastjóri Kaupþings að ekki stæði til annað en að halda áfram óbreyttum rekstri Sparisjóðs Mýrasýslu. Þó yrði hagrætt til að styrkja rekstrareininguna á ný. Þá sagði Hreiðar Már að nú væri beðið eftir samþykki Fjármálaeftirlitsins á stofnfjárkaupunum en fyrst þá yrðu þau formlega samþykkt.

Samkeppniseftirlitið telur að við kaup Kaupþings á stærstum hluta stofnfjár SPM sé mögulegt að Kaupþing komist í markaðsráðandi stöðu á markaðnum fyrir viðskiptabankaþjónustu við einstaklinga og smærri fyrirtæki í Borgarnesi og nærsveitum. Eftir samrunann verður ekki á þessu landssvæði annar banki sem sem veitir heildstæða viðskiptabankaþjónustu og munu neytendur í Borgarfirði því ekki hafa annan valkost í sinni heimabyggð. Í þessu máli er því haldið fram að staða SPM sé erfið og að sökum þess bæri að heimila samrunann. Samkeppniseftirlitið hefur metið fjárhagsstöðu SPM, möguleikann á að einhver annar kaupi sparisjóðinn og samkeppnisleg áhrif þessa alls. Samkeppniseftirlitið telur að brotthvarf SPM af markaðnum sem sjálfstæður keppinautur sé til þess fallið að hamla samkeppni. Þrátt fyrir þetta er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að erfið staða SPM leiði til þess að engin önnur niðurstaða sé tæk í málinu en að heimila samrunann.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is