Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. september. 2008 11:32

Vegur verður ekki lagður um Teigskóg

Séð niður í Þorskafjörð. Ljósm. bb.is
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi úrskurð Jónínu Bjartmarz fv. umhverfisráðherra um vegagerð um Teigskóg í Reykhólasveit. Málið var höfðað af Náttúruverndarsamtökum Íslands, Fuglaverndarfélagi Íslands og þremur einstaklingum gegn Vegagerðinni. Þess var krafist að felldur yrði úr gildi sá hluti úrskurðar umhverfisráðherra, frá 5. janúar 2007 þar sem fallist er á leið B í öðrum áfanga Vestfjarðavegar frá Bjarkarlundi að Eyri í Reykhólasveit en þar er gert ráð fyrir að fara í gegnum Teigskóg. Héraðsdómur féllst á kröfu stefnenda.

Héraðsdómur byggir niðurstöðu sína á því að ráðherra sé bundinn af rannsóknarreglu 10. greinar stjórnsýslulaga. En þar sem að fullnægjandi upplýsingar um áhrif þverunar Gufufjarðar og Djúpafjarðar hafi ekki legið fyrir hafi ráðherra borið að láta rannsaka málið frekar.

Dómurinn segir þetta það veigamikinn ágalla á úrskurði ráðherra að óhjákvæmilegt sé að fella þann hluta hans sem um ræðir úr gildi. Ennfremur var Vegagerðinni gert að greiða stefnendunum fimm, 300 þúsund krónur hverjum fyrir sig í málskostnað.

 

Leið B, sem var valkostur Vegagerðarinnar, er rúmir 15 km á lengd og liggur frá Þórisstöðum í Þorskafirði, út Þorskafjörð vestanverðan, um Hallsteinsnes, þvert yfir utanverðan Djúpafjörð vestur á Grónes (Gróunes) og þaðan þvert yfir utanverðan Gufufjörð. Vestan Gufufjarðar liggi vegurinn frá Melanesi og vestur fyrir Kraká.

 

Vegagerðin nú taka einhverja daga í að skoða hvaða leiðir eru færar í stöðunni, fara yfir forsendur dómsins, og hvaða þýðingu hann hefur. G Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði í viðtali við Morgunblaðið í dag að of snemmt væri að segja til um hvort dómnum verður áfrýjað. Þá væri hugsanlega inni í myndinni að kæra úrskurð Skipulagsstofnunar að nýju.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is