Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. september. 2008 08:14

Fjölmenni á árlegu þingi Náttúrustofa

Hluti gesta á þinginu
Náttúrustofa Vesturlands var gestgjafi fimmta þings Samtaka náttúrustofa sem fram fór í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði sl. föstudag. Róbert A. Stefánsson hjá NV var mjög ánægður með þátttökuna. Umhverfisráðherra boðaði forföll og lítt bar á ráðamönnum þjóðarinnar, en starfsmenn náttúrustofa, formenn umhverfisnefnda og áhugafólk um náttúru Íslands úr öllum landshlutum lét leiðindaveður ekki aftra sér frá að fylgjast með fræðandi og skemmtilegri dagskrá þingsins. Náttúrustofur á landinu eru nú sjö, en líklegt þykir að náttúrustofa á Suðausturlandi bætist fljótlega í hópinn. Þrjátíu og fimm stöðugildi eru nú við stofurnar, hlutverk þeirra fer sífellt stækkandi og er árlegum ráðstefnum þeirra ætlað að efla samstarf og kynna það vísinda- og verndarstarf náttúrustofanna sem fram fer vítt og breitt um landið.

Starfið sem unnið er á stofunum skilar sér í mikilvægri þekkingu á náttúrufari innanlands auk þess sem það leggur góðan skerf til alþjóðlegs vísindastarfs. Hingað til hafa engir beinir samningar verið milli náttúrustofanna og Umhverfisstofnunnar en á þinginu kom fram að nú horfi í slíkt samstarf.  

 

Undirbúningur ráðstefnunnar hefur staðið frá því í ágúst og var dagskrá hennar ágætt sýnishorn af þeim fjölbreyttu verkefnum sem náttúrustofur landsins vinna. Umfjöllunarefni dagsins lágu milli fjalls og fjöru í þess orðs fyllstu merkingu því m.a. voru flutt erindi um fjörurannsóknir, hvítabirni, laxa, vágesti í náttúru Íslands, umhverfisvöktun álvers Alcoa í Reyðarfirði, sjófugla og eldfjallagarð á Reykjanesi.

 

Sagt verður nánar frá einstökum fyrirlestrum þingsins í Skessuhorni sem kemur út nk. miðvikudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is