Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. september. 2008 02:57

Þrjú núll tap í síðasta leik Skagaliðsins í deildinni

ÍA og Fjölnir mættust í lokaumferð Íslandsmótsins í knattspyrnu á Akranesvelli í gær. Leikurinn var jafnframt síðasti leikur ÍA liðsins í deildinni að sinni þar sem falldraugurinn var fyrir nokkru orðinn staðreynd. Fjölnismenn komust yfir strax á annarri mínútu leiksins þegar Ólafur Páll Snorrason tók hornspyrnu sem Kristján Hauksson nýtt sér.  Við markið virtust heimamenn þó vakna til lífsins því þeir fóru að sækja af auknum krafti og skapa sér nokkur hálffæri. Bæði lið náðu að skapa sér marktækifæri fram að hálfleik án þess þó að nýta þau. Heimamenn komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og voru líklegir til þess að ná að jafna metin. Rothöggið frá gestunum kom þó eftir varnarmistök á 51. mínútu. Þar var Ólafur Páll Snorrason Fjölnismaður aftur á ferðinni. Eftir markið bökkuðu Fjölnismenn í vörn en beittu skyndisóknum og ÍA menn reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn í fremur bitlausum sóknarlotum.

Þegar komið var á 87. mínútu var Ólafur Páll Snorrason enn einu sinni á ferðinni þegar hann lék í gegnum vörn ÍA eftir góða sendingu frá Tómasi Leifssyni. Hann lék á Trausta í marki ÍA og átti ekki í vandræðum með að skora. Lokastaðan var því 3-0 fyrir Fjölni. 

 

Trausti Sigurbjörnsson, Guðmundur Böðvar Guðjónsson og Árni Thor Guðmundsson voru bestu menn ÍA.

 

Lokahóf ÍA fór fram í gærkvöldi að vanda þar sem m.a. bestu leikmenn sumarsins hjá báðum kynjum krýndir. Að sögn gesta var stemningin á skemmtuninni góð miðað við aðstæður. "Menn eru fyrir nokkru búnir að sætta sig við stöðuna og fall úr deildinni og því var stemningin góð í gærkvöldi. Sennilega mun betri en hún var í herbúðum Keflvíkinga," sagði einn stjórnarmanna ÍA í samtali við Skessuhorn seint í gærkvöldi.

 

Við greinum nánar frá lokahófi ÍA í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Um sótthví

Grundarfjarðarbær

Sumarstörf 2020

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 16. mars 2020

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 15. mars 2020

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is