Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. september. 2008 01:04

Fannst í gangnamannakofa eftir víðtæka leit lögreglu

Fjölmennt lið lögreglumanna á fimm bílum gerði sl. föstudag víðtæka leit að manni á stolnum bíl í uppsveitum Borgarfjarðar. Náði leitarsvæðið allt frá Borgarfirði norður um til Húnavatnssýslu. Margir fáfarnir fjallvegir og ýmsar hjáleiðir voru leitaðar og vegartálmum komið upp. Að sögn Theodórs Þórðarsonar yfirlögregluþjóns í Borgarnesi var ógæfumaður þarna á ferð og var hann undir áhrifum fíkniefna. Eftir víðtæka leit voru það gangnamenn úr Hvítársíðu sem fundu manninn um kvöldið í Gilsbakkaseli sem er skáli Hvítsíðunga efst við Kjarará. Var hann fremur illa til reika.

Afbrotaferill mannsins umræddan föstudag var æði skrautlegur. Snemma dags stelur hann fólksbíl í Mosfellssveit og skilur þar eftir mótorhjól. Leiðin liggur síðan í félagsheimilið að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd þar sem hann tekur ýmislegt smálegt ófrjálsri hendi. Einhversstaðar þennan dag hafði maðurinn einnig komist yfir gróðurhúsalampa ófrjálsri hendi sem hann hafði með í för. Næst sést til mannsins þar sem hann skilur fólksbílinn eftir í malarnámu í Þverárhlíð þar sem hann stelur pallbíl og skilur fólksbílinn eftir. Eigandi jeppans sér til mannsins og í kjölfarið fer af stað víðtæk leit lögreglu að manninum. Var reiknað með að hann væri á norðurleið og voru fáfarnir vegarslóðar leitaðir, svo sem Svartagilsvegur og Grjótháls auk þess sem leitað var í Húsafelli og víðar. Vegatálma var komið upp við Sveinatungu innst í Norðurárdal. Þá var lögregla allt frá Akranesi til Húnavatnssýslna í viðbragðsstöðu og óku Húnvetningar t.d. veginn suður Arnarvatnsheiði því búist var við að Norðlingafljót væri ófært vegna vatnavaxta. Leitin bar hinsvegar ekki árangur fyrr en síðla kvöld. Þá voru það gangnamenn úr Hvítársíðu sem fundu manninn og laskaðan pallbílinn í leitamannakofa sem nefndist Gilsbakkasel efst við Kjarará. Lögregla sótti manninn þangað og færði til yfirheyrslu. Hann var eins og áður segir undir áhrifum fíkniefna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is