Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. september. 2008 08:15

Sýningar í Safnahúsi Borgarfjarðar um helgina

Næstkomandi föstudag opnar Steinunn Steinarsdóttir málverkasýningu í Safnahúsi Borgarfjarðar og mun sýna akrylverk. Steinunn er ungur og upprennandi listamaður í Borgarbyggð sem opnar nú sína fyrstu sýningu. Opnunin er kl. 16:00 og er allir velkomnir. 

Safnahúsið mun hafa sýningu Byggðasafnsins „Börn í 100 ár” opna á Sauðamessunni á laugardaginn kemur frá kl. 13:00 – 18:00. Þá hefur starfsfólk Safnahússins safnað nokkrum kindarlegum textum úr bókmenntalífi Íslendinga í tilefni dagsins og verður þeim haganlega komið fyrir á hátíðarstað. Vonast starfsfólk til að sem flestir líti við í Safnahúsinu þennan dag.

Á sýningunni Börn í 100 ár ber að líta leiki og störf barna í máli og myndum. Sauðkindin var stór hluti í lífi barna í sveitum framan af 20. öldinni. Vísur um Siggu litlu systur sem sat úti í götu að mjólka ána sína, Tuma morgunhana sem sat yfir ánum lengst inni í Fagradal og Sigga sem var úti með ærnar í haga, segja sína sögu.

 

Sagan af Sigga skyggnist einmitt inn í myrkar hliðar smalastarfsins, þar sem lagfóta leynist í gjótum og ærnar stökkva suður í mó. Leikföng voru úr beinum þeirra, fyrir utan auðvitað mat og klæði sem komu frá sauðkindinni líka.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is