Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. september. 2008 03:06

Áðu ekki að sér og óku út í ána

Reykjadalsá í Reykholtsdal hefur í þurrkum verið þekkt fyrir of lítið vatnsmagn. Að sama skapi vex hratt í henni í leysingum eða rigningum eins og verið hafa undanfarnar vikur. Laxveiðimenn sem voru við veiðar í ánni síðastliðið þriðjudagskvöld fengu að kynnast nægu vatni þegar þeir hugðust aka yfir hana á Breiðavaði sem er skammt fyrir austan Reykholt. Vildi ekki betur til en svo að bíllinn flaut upp og fór undan straumnum. Þegar hann stöðvaðist flaut yfir vélarhúsið. Það vildi veiðimönnunum til happs að til þeirra sást frá fjósinu á Steindórsstöðum og renndi Þórarinn Skúlason bóndi á bænum þeim til hjálpar á dráttarvél. Ekki mátti miklu muna að allt færi á kaf því um tíma flaut yfir vélarhúsið á dráttarvélinni og vont var að athafna sig í ánni því stöðugt gróf undan. Allt fór þó vel að lokum og náðist jeppinn á þurrt þótt ekki hafi hann verið í ökuhæfu ástandi eftir volkið.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is