Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. október. 2008 07:44

Reiðhöllin í Borgarnesi fokheld fyrir helgi

Í þessari viku verður lokið við að setja hurðir og þakglugga í nýju reiðhöllina í Borgarnesi og verður hún þar með orðin fokheld. Það má ekki seinna vera því næsta laugardagskvöld verður fyrsta mannamótið haldið í húsinu þegar dansleikur viðkomandi Sauðamessu fer þar fram.  Eigandi hússins er Reiðhöllin í Vindási ehf. sem er félag í eigu Hrossaræktarsambands Vesturlands, hestamannafélaganna Skugga og Faxa auk Borgarbyggðar. Kristján Gíslason er formaður stjórnar. Hann segir í samtali við Skessuhorn að stefnt sé að því að húsið verði fullbúið um áramót en þó eigi eftir að ljúka við fjármögnun til að hægt sé að fullyrða nákvæmlega um hvenær. Þó húsið verði ekki fullbúið verður samt byrjað að nýta það eitthvað á næstu mánuðum. “Nú er eftir að innrétta hesthús, geymslu, salernisaðstöðu, biðsvæði og innrétta sýningar- og áhorfendasvæði,” segir Kristján.

Húsið er alls um tvö þúsund fermetrar að flatarmáli og byggt úr límtré og klætt yleiningum. Í upphaflegri kostnaðaráætlun var gert ráð fyrir að byggingarkostnaður hússins yrði 105 milljónir króna en líklega er sú upphæð komin í 115 milljónir vegna vaxta- og gengismála, að sögn Kristjáns.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is