Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. september. 2008 04:17

Fékk verðlaunahugmynd eftir ferð á Langasand

Lovísa ásamt foreldrum sínum og frænda við afhendinguna í gær.
Lovísa Hrund Svavarsdóttir nemi í 8. bekk Grundaskóla á Akranesi sigraði í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda í flokknum orka og umhverfi og tók við verðlaunum úr hendi forseta Íslands á sunnudag. Heiti uppfinningar Lovísu Hrundar er Vatnsorkuverk en um er að ræða sturtur í formi listaverka sem hún sér fyrir sér á Langasandi.

“Það kom mér svolítið á óvart að vinna,” segir Lovísa Hrund. “Nýsköpunarkeppnin var auglýst á veggspjaldi í skólanum og ég ákvað bara að taka þátt. Ég fékk hugmyndina að uppfinningunni þegar ég var niðri á Langasandi og sá hvað það var mikil biðröð í sturturnar þar. Þá ákvað ég að gera sturtur sem væru listaverk í leiðinni.”

 

Önnur sturtan í Vatnsorkuverkinu heitir Langifoss og er eins og banani í laginu. Bananinn stendur upp úr jörðunni í boga og á honum eru göt sem úr drýpur vatn. “Þegar bananinn er orðinn fullur af vatni flæðir það út á bakinu og myndar foss.” Hin sturtan er hreyfanleg og lítur út eins og stórt vegasalt. Á því sitja tvær brúður. Vegasaltinu er skipt í tvo enda sem fyllast af vatni til skiptis. Þegar endinn er orðinn fullur fellur hann niður og vatnið sturtast úr, yfir þann sem stendur undir því. Verkið er fyrsta uppfinning Lovísu sem segist þó ekki ætla að verða uppfinningamaður þótt frumraunin hafi heppnast jafn vel og raun ber vitni. “Það er nú ekki planið. Ég reikna með að verða hárgreiðslukona eða snyrtifræðingur. Svo kemur líka til greina að verða innanhússarkitekt.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is