Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. október. 2008 12:05

Kalmansbraut upplýst á kostnað bæjarins

Þessa dagana er unnið við uppsetningu götulýsingar við Kalmansbraut á Akranesi frá nýja hringtorginu við Þjóðbraut inn í bæinn. Mörgum fannst reyndar fyrir löngu kominn tími til að lýsa upp þetta svæði, en ástæðan fyrir því að það er gert núna er sú að við breytingar á flokkun vega í nýjum vegalögum, er Kalmansbraut ekki lengur þjóðvegur í þéttbýli heldur tilheyrir hún gatnakerfi Akraneskaupstaðar.  „Þar sem Kalmansbrautin er ekki lengur í flokki þjóðvega þótti sjálfsagt mál að lýsa hana upp eins og aðrar götur bæjarins,“ segir Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar.  Hann segir að við breytingu á flokkun þjóðvega byrji gatnakerfi Akraneskaupstaðar að norðanverðu nú við nýja hringtorgið. Kostnaður við lýsinguna við Kalmansbraut er um fjórar milljónir króna.

Þorvaldur segist ekki vilja ásaka Vegagerðina um að hafa ekki lýst upp götur við innkeyrsluna í bæinn. Aðspurður sagði hann þó að æskilegast væri að innkeyrslan í bæinn yrði upplýst meðfram þjóðveginum að gatnamótunum og áfram meðfram iðnaðarhverfinu við Höfðasel að Berjadalsá þar sem núverandi bæjarmörk Akraness eru.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is