Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. október. 2008 02:02

Úrkomusamasti september frá upphafi mælinga

Nýliðinn septembermánuður var sá langúrkomusamasti á elstu veðurstöð landsins, Stykkishólmi, frá því úrkomumælingar hófust þar 1856. Heildarúrkoma í septembermánuði var 203,6 millimetrar. Þetta er þó langt undir mestu úrkomu sem fallið hefur í einum mánuði í Hólminum, enda september alla jafna ekki mesti úrkomumánuður ársins. Mesta mánaðarúrkoma sem fallið hefur í Stykkishólmi var í nóvember árið 1958, eða 281 millimetri.  Trausti Jónsson á Veðurstofu Íslands segir Stykkishólm ekki úrkomusaman stað og  óvenjulegt að þar sé meiri úrkoma en í Reykjavík, en þar var úrkoman í september 173,7 mm og var nálægt hámarksúrkomu sem þar hefur mælst í september. Trausti segir hina þéttbýlisstaðina á Snæfellsnesi úrkomusamari en Stykkishólm og til að mynda hafi á einum sólarhring um miðjan mánuðinn, þegar mesta úrkoman varð á Suður- og Vesturlandi, mælst 165 mm úrkoma í Ólafsvík.

Að sögn Trausta var septembermánuður nú óvenju úrkomusamur á Suður- og Vesturlandi en ekki fyrir norðan og austan. Þó var heldur minni úrkoma á votviðrasömustu veðurstöðinni, Vestmannaeyjum, en í sama mánuði í fyrra. Nú í september var um 1.000 mm úrkoma í öllum septembermánuði í Eyjum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is