Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. október. 2008 04:28

Sérstaða Stykkishólms byggist á gömlu húsunum

“Sérstaða Stykkishólms er mikil eftir endurgerð allra gömlu húsanna í bænum. Ferðaþjónustan nýtur þess að andi liðins tíma svífur yfir vötnunum, fólk sækir í söguna, íbúum líður betur og ávinningurinn er því ótvíræður,” sagði Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis og fyrrverandi bæjarstjóri í Stykkishólmi á ráðstefnu um menningu í landslagi sem fram fór á Bifröst um liðna helgi. Sturla lýsti í erindi sínu þeirri meðvituðu ákvörðun sem tekin var á áttunda áratugnum um varðveislu og viðhald fjölmargra húsa í bæjarfélaginu. Lýsti hann framkvæmd húsakönnunar árin 1978-79 þar sem safnað var upplýsingum fyrir gerð aðalskipulags árið 1979. “Við rákum áróður fyrir því að fólk gerði upp húsin sín og sérstök áhersla var lögð á snyrtilega aðkomu að bænum bæði frá sjó og landi. Á þessum árum var tekin sú ákvörðun að ferðaþjónusta yrði byggð upp í bænum og til þess að það skyldi heppnast yrði bærinn að vera snyrtilegur.”

Sjá ítarlega frásögn í Skessuhorni sem kom út í dag um ráðstefnuna þar sem alls átta manns fluttu erindi tengd skipulags- og menningarmálum í víðasta samhengi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is