02. október. 2008 09:15
Skagamaðurinn Hallgrímur Ólafsson fór í inntökupróf í leiklistardeild Listaháskóla Íslands fyrir fimm árum síðan. Hann komst inn í sinni fyrstu tilraun, þrátt fyrir að hafa aldrei stigið á leiksvið. Hins vegar hafði hann sungið töluvert og gaf út sína fyrstu plötu aðeins 19 ára gamall undir merkjum Halla melló. Hallgrímur segir að trúbadorinn Halli melló hafi sungið sitt síðasta. Í dag er hann fastráðinn leikari við Borgarleikhúsið og hefur sýnt yfir 230 sýningar. Uppselt hefur verið á hverja einustu þeirra.
Sjá viðtal við Halla í Skessuhorni vikunnar.