Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. október. 2008 08:18

Ragnheiður Rún og Árni Thor best

Knattspyrnumaðurinn Árni Thor Guðmundsson reið feitum hesti frá verðlaunaafhendingu á lokahófi Knattspyrnufélags ÍA sem fram fór í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum á laugardag. Auk þess að vera valinn besti leikmaður ÍA þetta árið var hann valinn leikmaður ársins af Skagamörkunum, stuðningsmannaliði ÍA. Loks var hann útnefndur Kaupþingsleikmaður ársins. Markvörðurinn Trausti Sigurbjörnsson var kjörinn efnilegasti leikmaðurinn. Í meistaraflokki kvenna var Ragnheiður Rún Gísladóttir valin best en Gyða Björk Bergþórsdóttir efnilegust. Gyða var einnig valin besti leikmaðurinn af Skagamörkunum. Í 2. flokki karla þótti Guðmundur Böðvar Guðjónsson bestur, Björgvin Garðarsson efnilegastur og Egill Karlsson hafa sýnt mestar framfarir á árinu. Loks kaus Knattspyrnudómarafélag Akraness Valgeir Valgeirsson sem besta dómarann og Egil Guðlaugsson sem þann efnilegasta.

“Stemningin var mjög góð,” segir Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri KFÍA og leikmaður meistaraflokks. Um 400 manns mættu á lokahófið, þar af voru um 170 matargestir. Þórður segir að nú taki við uppbygging og endurskipulagning innan félagsins. “Við erum auk þess að hefjast handa við að fara yfir málefni leikmanna.” Hann segist ekki reikna með mikilli blóðtöku í hópnum. “Ég hef ekki trú á því og við reiknum með að flestir leikmanna verði áfram.” Ekki kemur til greina að staldra við í fyrstu deildinni lengur en í eitt ár að sögn Þórðar. “Þó er stærsta hættan sú að menn taki því sem gefnu. Þetta verður gríðarlega erfitt og allir þurfa að leggjast á eitt til að það takmark náist að rífa okkur strax upp aftur.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is