Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. október. 2008 11:12

Kostnaðarsamar viðgerðir á sjúkrastofnunum

Frá ágústbyrjun í sumar hafa staðið yfir miklar viðgerðir utanhúss á St. Franciskusspítalnum í Stykkishólmi. Nýlokið er múrviðgerðum á veggjum hússins og er stefnt að því að ljúka málningarvinnu fyrir veturinn. Ef það tekst ekki verður húsið í það minnsta sílanvarið til að verja það skemmdum í vetur, segir Kristján Þórarinsson verkefnisstjóri hjá Fasteignum ríkissjóðs, sem eru að færa út kvíarnar og smám saman að yfirtaka stofnanir í heilbrigðiskerfinu og meta viðhaldsþörf þeirra. Svo virðist sem sumar sjúkrastofnanir á Vesturlandi séu í hvað verstu ástandi í þeim geira. St. Franciskusspítali var yfirtekinn í sumar og er eitt fyrsta verkefnið sem Fasteignir ríkissjóðs taka að sér í heilbrigðiskerfinu.

Fyrir um þremur vikum var ástand húss Heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi skoðað og sýnt að þar verða að fara fram þakviðgerðir fyrir veturinn til að forða frekara lekatjóni. Veturinn verður síðan nýttur í að gera frekari greiningu á viðhaldsþörf í Borgarnesi, að sögn Kristjáns.

 

Sjá nánar frétt í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is