Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Sunnudagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. október. 2008 10:04

Malartekja úr ám er óheimil án leyfis

Frá Norðurárdal um liðna helgi
Þegar landeigendi hyggst nýta möl úr árfarvegi er hann bundinn af því að afla fyrst tilskilins leyfis sem veiðimálastjóri gefur út. Veiðimálastjóri kallar eftir umsögnum Veiðimálastofnunar, stjórnar veiðifélags viðkomandi ár og landeiganda sem e.t.v. er til staðar á hinum bakka árinnar sem taka á efni úr. Að fengnum jákvæðum umsögnum þessara aðila gefur síðan veiðimálastjóri út leyfi til malartekju. Af og til koma upp dæmi þar sem farið er í slíka malartekju án leyfis og gerðist það í Norðurá í síðustu viku. Ýtt var upp um tvö þúsund rúmmetrum af efni en framkvæmdir eftir það stöðvaðar. Sl. þriðjudag var síðan boðað til fundar hlutaðeigandi aðila þar sem stjórn veiðifélagsins, veiðimálastjóri, veiðieftirlitsmaður og landeigendur hittust.

“Í þessu tiltekna máli náðum við sátt og munu ekki verða eftirmálar af því. Það er hins vegar ástæða til að nota þetta dæmi til að minna landeigendur að ám á þá skyldu sem hvílir á þeim að afla sér leyfis til malartekju áður en framkvæmdir við malartekjur hefjast. Það eru dæmi um að ef óvarlega er farið getur árfarvegur breytt sér og uppeldisstöðvar laxfiska eyðileggjast í framhaldinu. Slíkt viljum við forðast og til þess eru lögin að fara eftir þeim,” sagði Sigurjón Valdimarsson á Glitstöðum en hann er formaður stjórnar Veiðifélags Norðurár. Hann bætir við að stundum togist á hagsmunir þess sem vill nýta malartekjuna og hagsmunir veiðifélagsins, en oftast sé hægt að leysa úr slíku með samráði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is