Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. október. 2008 10:53

Umhverfisviðurkenningar veittar í Borgarbyggð

Verðlaunahafar ásamt formanni umhverfis- og landb.nefndar
Umhverfisverðlaun Borgarbyggðar voru veitt sl. laugardag á Sauðamessu í Skallagrímsgarði. Ingibjörg Daníelsdóttir er formaður umhverfis- og landbúnaðarnefndar sveitarfélagsins sem annast tilnefningarnar. Sagði hún að auglýst hafi verið eftir tilnefningum og sáu Lionskonur úr Öglu um úrvinnslu þeirra. “Sveitarfélagið okkar vill kvetja fólk til dáða á þessu sviði með því að veita viðurkenningar til þeirra sem sýna gott fordæmi í umgengni. Sveitarfélagið er stórt og þar leynast víða perlur. Það er ekki einfalt að velja, því víða er umgengni til mikils sóma hvort sem um er að ræða lítinn garð eða heila bújörð og oft fyllist maður stolti á ferð um sveitarfélagið vegna þessa. Ef við sýnum umhverfi okkar virðingu og göngum vel um þá eykst sjálfsvirðing okkar og ánægja,” sagði Ingibjörg.

Að þessu sinni voru fjórar viðurkenningar afhentar, fyrir myndarlegasta býlið, snyrtilegustu lóð við íbúðarhús, snyrtilegustu lóð við atvinnuhúsnæði og loks voru verðlaun sem umhverfis- og landbúnaðarnefnd hafði frjálsar hendur með. Verðlaunagripir voru hannaðir og gerðir af Ólöfu Davíðsdóttur, myndlistarmanni í Brákarey. Björg Gunnarsdóttir, umhverfisfulltrúi og starfsmaður nefndarinnar aðstoðaði Ingibjörgu við afhendingu verðlaunanna sem haganlega var komið fyrir í sérsniðnum pokum unnum úr 40 ára Álafossteppi, til heiðurs sauðkindinni.

 

Glitstaðir

Glitstaðir í Norðurárdal var valið myndarlegasta býlið.  Þar búa Auður Eiríksdóttir og Sigurjón Valdimarsson ásamt Guðrúnu Sigurjónsdóttur, Eiði Ólasyni og börnum þeirra.  Í umsögn segir: “Glitstaðir standa fallega og sóma sér vel í umhverfinu – eins og nafnið segir til um. Húsakosti er vel við haldið og skipulag þar er gott.”

 

Ferjukot

Snyrtilegustu lóð við íbúðarhúsnæði í Borgarbyggð var garðurinn við Ferjukot. Þar búa þau Heba Magnúsdóttir og Þorkell Fjeldsted ásamt börnum sínum.  Í umsögn segir: “Garðurinn við Ferjukot er falið djásn á stað þar sem umhverfið er til fyrirmyndar.” 

 

Varmaland í Reykholti

Snyrtilegastu lóð við atvinnuhúsnæði í Borgarbyggð er garðyrkjubýlið Varmaland í Reykholti. Þeir búa feðgarnir Sveinn Björnsson og Björn Húnbogi Sveinsson. Í umsögn segir: “Lóðin við garðyrkjubýlið er öllu umhverfi sínu til mikils sóma. Lóðin er einstaklega þrifaleg og ber með sér mikla alúð þeirra sem um hana hugsa.”

 

Borgarbraut 26

Að síðustu voru veitt verðlaun sem umhverfisnefnd hafði frjálsar hendur með. Það var húsið við Borgarbraut 26 í Borgarnesi sem hlaut viðurkenningu nefndarinnar. Þar búa Ingunn Jóhannesdóttir og Torfi Júlíus Karlsson. Í umsögn segir: “Heildarmynd lóðar og húss hefur mikið gildi fyrir varðveislu sögunnar og götumyndar við aðalgötu Borgarness.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is