Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. október. 2008 11:38

Ökumenn á Akranesi voru til fyrirmyndar

Einungis einn ökumaður var stöðvaður fyrir of hraðan akstur innanbæjar á Akranesi í vikunni sem leið, þrátt fyrir að eftirlit hafi verið eflt í bænum. Er það að mati lögreglu vísbending um að ökumenn hafi tekið sig á varðandi aðgæslu í umferðinni og sé það vel nú þegar skyggja tekur. Nokkrir ökumenn voru kærðir fyrir önnur brot, s.s. fyrir að vera ekki með beltin spennt. Einnig voru höfð afskipti af ökumönnum vegna ástands ljósabúnaðar og mega þeir búast við slíkum afskiptum nú þegar birtu er tekið að bregða. Einn maður fékk gistingu í fangahúsi á Akranesi aðfaranótt sunnudagsins þar sem hann reyndi hvað hann gat að efna til slagsmála utan við skemmtistaðinn Kaffi Mörk. Þegar lögreglumenn höfðu af honum afskipti tók hann engum sönsum og var því vistaður í klefa á meðan víman rann af honum. Annars var vikan róleg hjá lögreglunni á Akranesi.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is