Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. október. 2008 01:19

3482 gestir - og nokkrir hálfir - á Sauðamessu 2008

Bjarki og Gísli
Borgfirðingar og gestir þeirra gerðu sér glaðan dag á laugardaginn þegar Sauðamessa 2008 var haldin með glæsibrag í og við Skallagrímsgarð í Borgarnesi. Að vanda voru það Gísli Einarsson og Björn Bjarki Þorsteinsson sem stóðu fyrir hátíðinni með aðstoð tuga ef ekki hundruða héraðsbúa sem lögðust á eitt til að gera íslensku sauðkindinni hátt undir höfði. Þó svo að hátíðin hafi verið haldin í skugga lánsfjárkreppu á gjaldeyrismörkuðum skorti ekki lánsfé í Borgarnes né gesti “Okkur telst til að á hátíðina hafi mætt 3482 gestir auk nokkurra sem greinilega voru hálfir. Við félagarnir erum ákaflega ánægðir með hvernig til tókst og þakklátir fyrir alla aðstoðina sem við fengum. Við höfum níðst á vinum og vandamönnum og gerum ekki sérstaklega ráð fyrir að fá frá þeim jólakort, svo nærri þeim var gengið. Það sem stendur þó uppúr er að á Sauðamessu var góður andi og fólk var greinilega mætt til að gleyma um stund amstri hversdagsins og leiðinlegum fréttum liðinnar viku,” sagði Björn Bjarki Þorsteinsson.

Nánar verður greint frá Sauðamessu í máli og myndum í Skessuhorni sem kemur út á miðvikudag. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is