Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. október. 2008 08:16

Ekki horft til umfangs verkefna við fjárveitingar

Staða löggæslumála kom til umræðu á fundi byggðaráðs Borgarbyggðar í síðustu viku. Á fundinn mættu Stefán Skarphéðinsson sýslumaður og Theodór Þórðarson yfirlögregluþjónn til viðræðna. Páll S Brynjarsson sveitarstjóri sagði eftir fundinn að fjárveitingar til lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum sé engan veginn í samræmi við umfang þjónustunnar. “Það er hálft ár síðan kynntar voru niðurstöður skýrslu sem fjallaði ítarlega um það fjársvelti sem embættið er í. Þrátt fyrir það hefur ekki orðið sú leiðrétting sem við vonuðumst til, þingmönnum hefur verið skrifað en allt kemur fyrir ekki,” segir Páll. Hann segir íbúafjölgun hafa átt sér stað og í Borgarbyggð sé mikil dulin búseta sem kallar á þjónustu löggæsluaðila. Þá sé stór hluti hringvegarins í gegnum umdæmið og kallar það eitt og sér á mikla gæslu og verkefni lögreglu og heilsugæslu.

Páll segir fjárveitingar til heilsugæslustöðvarinnar ekki heldur hafa fylgt auknum mannfjölda og vaxandi umferð. “Þetta eru þjónustustofnanir sem mega hreinlega ekki líða fyrir fjársvelti. Okkur finnst að ríkisvaldið horfi ekki nægjanlega til mikilvægis þessara þjónustustofnana í forgangsröðun verkefna,” sagði Páll.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is