Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. október. 2008 11:02

Þórður verður yfir í öflugu þjálfarateymi ÍA

Frá undirrituninni í herbúðum ÍA
Stjórn rekstrarfélags meistara- og annars flokks Knattspyrnufélags ÍA hefur gengið frá samningum við fimm manna þjálfarateymi sem annast mun þjálfun meistaraflokks og 2. flokks næstu tvö árin.  Þórður Þórðarson hefur verið ráðinn aðalþjálfari beggja flokkanna, en þeir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir munu verða umsjónarmenn meistaraflokks og þeir Ólafur og Steinar Adolfssynir umsjónarmenn 2. flokks. Arnar og Bjarki munu einnig leika með ÍA liðinu.  Þórður Þórðarson hefur verið yfirþjálfari unglinganefndar Knattspyrnufélags ÍA og verður það áfram auk þess að sinna starfi sem aðalþjálfari meistara- og 2. flokks.  Hann mun m.a. stýra meistaraflokksliðinu eins og hann gerði seinni hluta liðins sumars og sjá um þjálfun markvarða félagsins. Bjarki og Arnar Gunnlaugssynir munu annast daglega umsjón með meistaraflokksliði ÍA auk þess að leika með liðinu.

Ólafur og Steinar Adolfssynir hafa nú framlengt samning sinn við Knattspyrnufélag ÍA um tvö ár, en á síðasta ári voru þeir þjálfarar 2. flokks karla.  Liðið náði mjög góðum árangri, varð Faxaflóameistari og lék m.a. til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í september s.l. Að baki þessu þjálfarateymi verður síðan Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri rekstrarfélagsins.

 

Gísli Gíslason formaður Rekstrarfélags Knattspyrnufélags ÍA segir að stjórnin bindi miklar vonir við að þetta öfluga þjálfarateymi og sé sannfærður um að því takist að koma liði Skagamanna á þann stað þar sem það á heima, það er í efstu deild.

 

Úr herbúðum Skagamanna er það einnig að frétta að á sama tíma og Björn Bergmann Sigurðarson er til reynslu hjá Lilleström í  Noregi og gæti verið á leið í atvinnumennsku, var gerður nýr samningur við tvo ungu og efnilega leikmenn, Aron Ými Pétursson og Ísleif Ö. Guðmundsson.  Báðir voru þeir lykilleikmenn í stórgóðu liði 2. flokks í sumar. Aron lék einnig með meistaraflokki og Ísleifur, sem var fyrirliði 2. flokks, kom inn á í lokaleik Landsbankadeildarinnar. Samið var við Aron til þriggja ára en við Ísleif til tveggja ára. „Engin spurning er að báðir piltarnir eru efnilegir leikmenn sem eflaust munu láta til sín taka á næsta ári,“ segir Gísli Gíslason.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is