Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. október. 2008 09:20

Nýr vegur við Hrútafjarðarbotn vígður í dag

Frá Vegagerð í Norðurárdal í sumar
Á undanförnum fimm árum hefur verið unnið að þremur stórum nýframkvæmdum á Hringvegi í Norðvesturkjördæmi. Í fyrsta lagi er um að ræða 16,8 km langan kafla í Stafholtstungum og Norðurárdal í Borgarfirði, í öðru lagi 15 km langan kafla í Norðurárdal í Skagafirði og loks nýjan vegarkafla við botn Hrútafjarðar. Síðastnefndi kaflinn verður formlega vígður í dag, miðvikudag. Umræddir vegakaflar hafa verið taldir hvað hættulegastir á Hringveginum milli Borgarness og Akureyrar.   Að sögn Magnúsar V Jóhannssonar, umdæmisstjóra Vegagerðarinnar lýkur á þessu ári vinnu við endurgerð vegarins í Borgarfirði, sem liggur frá Gljúfurá í Stafholtstungum að Hraunsnefi í Norðurárdal. Þær framkvæmdir hafa staðið yfir frá árinu 2004.

Framkvæmdum í Norðurárdal í Skagafirði lauk á síðasta ári og framkvæmdir við hringveginn um Hrútafjarðarbotn hófust í fyrra og er u.þ.b. að ljúka um þessar mundir. Með þessum þremur framkvæmdum mun umferðaröryggi aukast til muna og er framkvæmdin í Hrútafirði táknræn þar sem með henni er síðustu einbreiðu brúnni útrýmt af Hringvegi á milli Reykjavíkur og Akureyrar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is