Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. október. 2008 12:17

Fosshótelskóli fyrirhugaður í Reykholti

Fosshótel, sem reka alls 13 hótel hér á landi, hafa ákveðið að setja af stað hótelskóla sem starfræktur verður í Reykholti í Borgarfirði. Þar með má segja að vísir að skólahaldi verði þar á ný eftir langt hlé. Fyrirhugað er að skólinn hefji göngu sína 1. febrúar á næsta ári. Hann mun standa yfir í þrjá mánuði og gert ráð fyrir allt að 45 nemendum í senn. Húsakostur hótelsins verður nýttur undir starfsemina en hótelið verður þó rekið áfram á ársgrunni eins og verið hefur.  Guðrún Halldórsdóttir, verkefnisstjóri undirbýr væntanlegt skólahald. Hún segir í samtali við Skessuhorn að í Hótelskóla Fosshótela verði boðið upp á stutt en hagnýtt nám sem undirbýr nemendur undir alhliða störf í ferðaþjónustu og hótelrekstri. Námið mun skiptast í bóklegt og verklegt nám til helminga og mun bóklegi hlutinn gefa einingar á framhaldsskólastigi.

Meðal annars mun Símenntunarmiðstöð Vesturlands kenna námskeiðin Færni í ferðaþjónustu I og II. Guðrún segir að áhersla verði lögð á þjálfun nemenda undir handleiðslu leiðbeinenda við að vinna í gestamóttöku, við herbergjaþrif og þjónustu í veitingasal. Kennarar við skólann verða reyndir hótelstjórar og aðrir fagaðilar með mikla starfsreynslu úr hótelrekstri og ferðaþjónustu.

 

“Takmark okkar er að ná þeim árangri að þjálfa nemendur í að veita framúrskarandi þjónustu og gera nemendur okkar eins vel í stakk búna og mögulegt er fyrir öll almenn störf innan hótelsins. Að námi loknu tryggjum við nemendum starf á einu Fosshótelanna yfir sumarið og munu nemendur skólans verða launahærri en aðrir nýráðnir starfsmenn og eiga jafnframt möguleika á millistjórnendastarfi,” segir Guðrún.

Hún segir að verði fyrir námskeiðin verði stillt í hóf. Eini kostnaðurinn sem nemendur greiði verði 2.000 krónur á dag upp í kostnað við fæði og húsnæði en öll námskeiðsgjöld eru frí. Gert er ráð fyrir kennslu við bóklegt og verklegt nám í átta tíma á dag.

 

Nýr hótelstjóri tekinn við

Um nýliðin mánaðamót tók nýr hótelstjóri við Fosshótelinu í Reykholti. Hann heitir Haukur Haraldsson. “Haukur er reynslubolti úr atvinnulífinu, var meðal annars stofnandi Hagvangs og hefur sinnt fyrirtækjaráðgjöf á undanförnum árum og meðal annars mikið þjálfað stjórnendur. Þó hans reynsla sé mest af öðrum vettvangi en ferðaþjónustu, á hann vafalaust eftir að nýtast vel í þeim verkefnum sem verið er að fara af stað með í Reykholti,” sagði Guðrún að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is