Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. október. 2008 11:44

Erlendir leikmenn fara og Webb íhugar stöðu sína

Kenneth Webb íhugar nú stöðu sína sem þjálfari
Stjórn úrvalsdeildarliðs Skallagríms í körfuknattleik hefur ákveðið að segja upp samningum við þá erlendu leikmenn sem búið var að semja við. Bandaríski leikmaðurinn Eric Bell var kominn til félagsins en mun nú fara aftur og serbneski leikmaðurinn Djodio Djordic mun ekki koma, en hann var væntanlegur á allra næstu dögum til landsins. Þjálfari liðsins, Kenneth Webb, frá Bandaríkjunum er að íhuga sína stöðu en forráðamenn Skallagríms hafa óskað eftir því að hann verði áfram þjálfari liðsins. “Við höfum rætt við Kenneth Webb og boðið honum að vera áfram, en hann íhugar nú stöðu sína í ljósi gengis dollarans gagnvart krónu og þess tilboðs sem við treystum okkur að gefa honum. Hann hefur nú örfáa daga til að taka sína ákvörðun,” segir Hafsteinn Þórisson, formaður stjórnar úrvalsdeildar Skallagríms í samtali við Skessuhorn.

Skallagrímur er þar með fimmta úrvalsdeildarliðið sem á liðnum dögum segir upp samningum við erlenda leikmenn vegna skorts á rekstrarfé og óhagstæðs gengis krónunnar. Síðast var það stjórn Snæfells sem ákvað í ljósi breyttra efnahagsaðstæðna í þjóðfélaginu að segja upp sínum erlendu leikmönnum. Þetta hafa einnig úrvalsdeildarlið Breiðabliks, ÍR og Njarðvíks gert.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is