Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. október. 2008 08:15

Flóttabörnin búin að ná íslenskunni á Akraseli

Börnin í Akraseli
„Íslenskunámið gengur alveg sérstaklega vel. Eins og búast mátti við eru það yngstu börnin sem eru langfljótust að ná málinu og þeim gengur það vel að eftir tæpar tvær vikur á leikskólanum þurfti túlkurinn ekki að fara til þeirra í morgun. Þau eru farin að bjarga sér sjálf með tungumálið í Akraseli,“ sagði Linda Björk Guðrúnardóttir verkefnisstjóri með móttöku flóttamannanna á Akranesi þegar blaðamaður Skessuhorns ræddi við hana fyrr í vikunni.  Linda segir að börnunum gangi mjög vel að aðlagast bekkjarfélögunum í Brekkubæjarskóla. „Strax í upphafi voru þau hvert og eitt kynnt fyrir félaga í bekknum sem sér um að taka þau með í frímínútur. Fljótlega kom í ljós að það var betra að þau væru í íslenskunáminu í samfellu á morgnana. Nemendur í yngri bekkjunum fara síðan í verkgreinar og íþróttir í sínum bekkjum.

Tíundu bekkingarnir þurfa á sérstaklega mikilli íslenskukennslu að halda og eru í henni fram að hádegi. Eftir hádegið eru þeir svo í íþróttum og valgreinum.”

 

Linda segir að Palestínufólkinu frá Írak gangi mjög vel að ná íslenskunni, enda sé hljóðfræðin í þeirra máli mun líkari íslenskunni en til dæmis mál Asíu þjóða. „Það eru þessi “ð” og “þ” hljóð sem eru í báðum þessum málum,“ segir Linda Björk. Hún segir að konurnar sýni líka íslenskunáminu mikinn áhuga, enda geri þær sér grein fyrir því að það sé nauðsynlegt til að komast vel inn í íslenskt samfélag. „Ég hitti þær einmitt eftir fyrsta tímann og þá voru þær strax farnar að æfa sig í að mynda setningar á íslensku.“

 

Aðspurð segir Linda að sér sýnist verkefnið fara mjög vel af stað. „Það er kostur að í bæjarsamfélagi eins og Akranesi eru boðleiðir styttri og persónulegri. Það gerir allt samstarf auðveldara og skilvirkara en í borginni. Það eru allir að vinna mjög vel saman og með okkur, bæði frá Akranesbæ, Rauða krossinum, Brekkubæjarskóla og leikskólanum Akraseli. Að ógleymdum stuðningsfjölskyldunum sem sýna mikla fórnfýsi og standa sig vel. Það er ekkert auðvelt og er reyndar mjög krefjandi að aðstoða og styðja við fólk sem kann ekki málið og getur ekki gert sig skiljanlegt nema að takmörkuðu leyti,“ segir Linda Björk Guðrúnardóttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is