Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. október. 2008 07:31

66°Norður gefur skjólfatnað til flóttafólksins

Enn einn góður gesturinn kom í bækistöð Akranesdeildar RKÍ við Þjóðbraut fyrir skömmu. Þar var mætt Helga Viðarsdóttir markaðsstjóri hjá sjóklæðagerðinni 66°Norður að færa skjólfatnað að gjöf til flóttafjölskyldnanna frá Palestínu. Um var að ræða peysur og buxur á börnin og peysur á mæður þeirra, sem nú takast á við lífið í nýjum og öllu svalari heimkynnum en áður.  Það voru þær Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Akranesdeildarinnar og Shyamali Ghosh verkefnisstjóri sem veittu gjöfinni móttöku. Helga Viðarsdóttir markaðsstjóri er reyndar Skagamaður. Hún segir að mjög öflugt starf Akranesdeildarinnar hafi spurst út. Reyndar hafi 66°Norður stutt við ýmist hjálparstarf og reynt að hlúa að minnihlutahópum.

Árlega styrkti fyrirtækið til dæmis mæðrastyrksnefnd á Akureyri og fjölskylduhjálpina í Reykjavík. „Við viljum gjarnan styðja við samfélagið á þennan hátt, þar sem við vitum að hlýr fatnaður og sú fagmennska sem við stöndum fyrir kemur sér vel,“ sagði Helga Viðarsdóttir.

 

Á myndinni er Helga Viðarsdóttir markaðsstóri 66°Norður í miðið ásamt Önnu Láru Steindal og Shyamali Ghosh.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is