Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. október. 2008 08:38

Fengu umferðarfræðslu og reiðhjólahjálma

Eins og sjá má voru börnin ánægð með gjöfina. Guðmundur Tómasson frá Hvelli er lengst til hægri.
Það var glatt á hjalla í Brekkubæjarskóla á miðvikudag þegar þau börn sem eru á grunnskólaaldri í hópi flóttamannanna á Akranesi fengu reiðhjólahjálma að gjöf frá Hvelli. Það var Guðmundur Tómasson framkvæmdastjóri Hvells sem kom færandi hendi, afhenti börnunum hjálmana og kenndi þeim að stilla þá. “Við höfum útvegað Rauða krossinum hjálma um árabil og brugðumst að sjálfsögðu vel við þeirri beiðni að gefa þessum hópi barna hjálm,” sagði Guðmundur.

Áður en kom að afhendingunni hafði Jónas H. Ottósson vaktstjóri hjá lögreglunni á Akranesi kennt börnunum sitthvað um umferðarreglurnar. Jónas lagði áherslu á að börnin notuðu öryggisbelti í bílum, væru með endurskinsmerki og að þau notuðu alltaf hjálma, hvort sem þau væru á reiðhjólum, línuskautum eða hjólabrettum. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is