Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. október. 2008 03:45

Æðruleysi og hugprýði er einkenni Íslendinga í erfiðleikum

"Þeir stóru atburðir sem gerst hafa undanfarna daga og vikur í efnahagslífi Íslands láta engan ósnortinn.  Allir verða fyrir áfalli við þær fréttir sem borist hafa.  Margir verða fyrir fjárhagslegum skaða vegna hækkandi skulda, lækkunar og jafnvel hruns á verði hlutabréfa og margvíslegra óþæginda sem erfiðleikar bankanna valda fólki.  Við þessar aðstæður er mikilvægt að halda ró sinni, horfast í augu við vandann, en láta hann ekki buga sig," segir Guðmundur Ingi Gunnlaugsson bæjarstjóri í Grundarfirði í ávarpi sem hann skrifar á vef bæjarfélagsins.

Hann nefnir nokkur atriði sem vert sé fyrir okkur öll að hafa í huga við þessar aðstæður:

Það er aldrei öll von úti - alltaf birtir upp um síðir.

 

Tölum varlega - hræðum ekki börnin eða aðra.

 

Fjölskyldur ættu að ræða saman yfirvegað - um að gera að ræða við einhvern ef líðanin er slæm.

 

Það er fólk til staðar fyrir utan fjölskylduna sem er einnig reiðubúið til að hlusta og aðstoða við að finna leiðir - prestar - heilsugæslan - bæjaryfirvöld - félagsþjónustan - ráðgjafarstofa heimilanna og bráðum verða opnaðar sérstakar ráðgjafarstofur á vegum félagsmála- og tryggingaráðuneytisins.

 

Það er hollt í erfiðleikum að rifja upp og fara yfir hvaða hlutir eru þó jákvæðir í öllu saman og það, að auðsæld er ekki eingöngu talin í fjármunum.

 

Það getur verið gott fyrir hópa að koma saman, t.d. til þess eins að fara í göngutúr og spjalla létt saman á meðan.

 

 

"Við sem þjóð munum vinna okkur út úr þessum hremmingum sem nú ríða yfir eins og öllum öðrum sem komið hafa.  Hversu langan tíma það tekur vitum við ekki núna, en því fyrr sem við hefjumst handa, því styttra verður í góða stöðu að nýju," segir Guðmundur Ingi, bæjarstjóri Grundfirðinga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is