Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. október. 2008 09:18

Friðarsúlan á frímerki

Friðarsúlan í Viðey er myndefni á frímerki sem Íslandspóstur gaf út í gær, þann 9. október, sama dag og ljós súlunnar var tendrað að viðstaddri Yoko Ono. Frímerkið er tileinkað Friðarsúlunni og þeim friðarboðskap sem hún er tákn um. Útilistaverkið var sem kunnugt er reist í Viðey í Kollafirði á síðasta ári til að heiðra minningu John Lennons.

Frímerkið er prentað með tækni sem veldur því að þegar myndin er í birtu hleður hún í sig ljósi og lýsir síðan örlítið í myrkri. Þegar það er lýst upp með útfjólubláu ljósi birtist mynd af Lennon.

Efniviður myndarinnar á frímerkinu eru friðaróskir sem fólk frá öllum heimshornum hefur skrifað á miða og hengt á „Óskatréð”, listaverk Yoko Ono sem fyrst var sýnt 1981 og hefur síðan farið víða um heim. Þessum miðum verður komið fyrir í tímahylkjum í ljósbrunni Friðarsúlunnar.

 

Frímerkjaörkin, með 10 frímerkjum, hefur tvöfaldan afrifukant sem hefur áletrunina, „Hugsa sér frið“ (Imagine Peace) á 24 tungumálum eins og á sökkli Friðarsúlunnar í Viðey. Ef afrifukantarnir eru límdir saman og sprittkerti sett í miðjuna er viðkomandi kominn með sitt eigið friðarljós (Friðarsúlu). Hönnuður frímerkisins er Örn Smári Gíslason. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is