Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. október. 2008 10:40

Góð staða Stykkishólmsbæjar í efnahagsþrengingum

Erla Friðriksdóttir, bæjarstjóri
Í gær sendi Erla Friðriksdóttir, bæjarstjóri í Stykkishólmi bæjarbúum tilkynningu á vef sveitarfélagsins í ljósi efnahagsástandsins. Segir hún að ástæða sé til, á tímum mikilla sviptinga í þjóðfélaginu, að greina frá stöðu bæjarfélagsins.  “Stykkishólmsbær fjármagnaði sig í vor með hagstæðum lánum fyrir þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar hafa verið á árinu 2008. Fjármunir bæjarins eru og hafa verið á bankareikningum viðskiptabanka bæjarins en ekki í sjóðum og því er engin hætta á að fjármunir tapist vegna lækkana á gengi í sjóðum,” segir Erla og bætir því við að Stykkishólmsbær hafi engar skuldbindingar í erlendri mynt. “Þau lán sem tekin voru á sínum tíma í erlendri mynt voru öll greidd upp samhliða sölu á Hitaveitu Stykkishólmsbæjar til Orkuveitu Reykjavíkur árið 2005.”

Eins og staðan sé í dag, segir Erla, að allt bendi til þess að fjarhagsáætlun ársins muni standist. “Engar stórframkvæmdir eru í burðarliðnum og þeim verkefnum sem farin eru í gang verður ekki frestað. Verið er að vinna að framkvæmdum við íþróttamiðstöðina og nokkrum viðhaldsverkefnum á fasteignum í eigu bæjarins. Undirbúnings- og hönnunarvinnu við sameiningu grunnskólans við Borgarbraut heldur áfram en ekki er tímabært að taka afstöðu til þess hvort framkvæmdum við stækkun skólans sem áætlað er að hefjist næsta haust verði frestað,” segir hún.

Nýverið var bygging á þjónustuhúsi á tjaldsvæðinu í Stykkishólmi boðin út. Segir Erla að þeim framkvæmdum verði ekki frestað. “Bæjarfélagið hefur eflst í ferðaþjónustu undanfarandi ár og því brýnt að draga ekki úr því þó að á móti blási um stund. Ennfremur er rétt að taka það fram að undirbúningur að uppsetningu á sýningu úr eldfjallasafni Haraldar Sigurðssonar í bíóhúsinu næsta sumar verður einnig haldið áfram.

Það sem er að gerast í þjóðfélaginu um þessar mundir hefur mikil áhrif á okkur öll en lítið sem við getum að gert. Það er því mikilvægt að taka lífinu með ró og horfa fram á veginn,” segir Erla að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is