Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. október. 2008 11:41

Staða sparisjóðanna mjög óljós í umróti fjármálakreppunnar

Í ljósi þess hvernig farið hefur fyrir þremur stærstu einkabönkunum undanfarna daga eru margir sem velta fyrir sér stöðu og framtíð sparisjóðanna. Viðræður standi nú yfir milli stjórnvalda og og forsvarsmanna sparisjóða um leiðir til að styrkja stöðu þeirra. Samkvæmt neyðarlögunum sem samþykkt voru á Alþingi sl. mánudag má ríkissjóður leggja sparisjóði til fjárhæð sem nemur allt að 20% af bókfærðu verði eigin fjár hans. Af ummælum ráðherra undanfarna daga má greina áhuga þeirra fyrir að sparisjóðirnir verði styrktir í umróti bankakreppunnar. Gera má ráð fyrir að í ljósi eðlis og umgjarðar sparisjóða gæti skilvirkasta og jafnframt hagkvæmasta leið ríkisvaldsins falist í að koma almennri bankaþjónustu í eðlilegt horf í gegnum sparisjóðina.

Björgvin G Sigurðsson, viðskiptaráðherra sagði á blaðamannafundi í gær að forsvarsmenn sparisjóðanna kynni nú hugmyndir sínar fyrir stjórnvöldum sem miði að því að hagræða í rekstri sparisjóðanna, með sameiningu sjóða eða með öðrum hætti. “Hins vegar er það ljóst að staða sumra sparisjóða er er erfið og alvarleg og ekkert útséð með það ennþá hvernig fer fyrir þeim,” sagði ráðherra í gær.

 

Borgfirðingar velta margir fyrir sér stöðu Sparisjóðs Mýrasýslu. Fjármálaeftirlitið var ekki búið að staðfesta kaup Kaupþings á 70% hlut bankans í SPM og í dag er því óvíst hvort Kaupþing getur staðið við skuldbindingar sínar gagnvart stofnfjárkaupum í sjóðnum. Annar möguleiki í stöðunni er vissulega sá að ríkisvaldið yfirtaki rekstur sjóðsins. Meðan þetta skýrist ekki á Borgarbyggð strangt til tekið enn stofnfé SPM, hversu mikið sem virði þess er því eiginfjárstaða SPM er veik, líkt og flestra annarra sparisjóða.

 

Markaðs- og atvinnunefnd Borgarbyggðar fundaði í gær og sendi frá sér eftirfarandi bókun: “Með vísan til ummæla iðnaðarráðherra í fjölmiðlum í morgun [í gær] leggur nefndin til að sveitarstjórn hefji án tafar viðræður við ríkisvaldið um að hluti þess í Sparisjóði Mýrasýslu komist aftur í eigu heimamanna.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is