Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. október. 2008 09:12

Landupplýsingar hluti af daglegu lífi

Magnús Guðmundsson
Stjórnendur og sérfræðingar í kortagerð og landmælingum víða úr Evrópu hittust á ársþingi Euro Geographics fyrr í mánuðinum. Þar var Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands, endurkjörinn formaður samtakanna. Magnús segir að helsta umræðuefnið hafi verið hvernig korta- og fasteignastofnanir geta brugðist við síaukinni eftirspurn eftir opinberum landfræðilegum upplýsingum.  Rætt var um það hvernig best sé að uppfylla væntingar í samfélögum þar sem landfræðilegar upplýsingar eru í auknu mæli notaðar í ákvarðanatöku, viðskiptum og tómstundum. „Landfræðilegar upplýsingar segja ekki eingöngu til um hvar eitthvað er staðsett.

Hægt er að tengja upplýsingar um staðsetningu, eignarhald, verðgildi og notkun við önnur gögn til tölfræðilegrar greiningar og til að segja fyrir um þróun. Nú, á tímum efnahagslegrar óvissu og sífelldra félagslegra og tæknilegra umbreytinga, er nákvæmur landupplýsingagrunnur sem meðlimir EuroGeographics þróa nauðsynlegur til að hægt sé að byggja upp vel rekið, samkeppnishæft og sjálfbært evrópskt hagkerfi sem þjónar almenningi. Ríkisstjórnir, fyrirtæki og almenningur nota landfræðilegar upplýsingar sífellt meira og stofnanir á sviði kortagerðar og fasteingamats verða því að tryggja að þær geti brugðist við nýjum þörfum.“ segir Magnús að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is