Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. október. 2008 05:55

Síldin komin á Breiðafjörð

Frá síldveiðum á Breiðafirði í fyrravetur
Mikil síld er á Breiðasundi innan við Stykkishólm og í dag hafa tveir síldarbátar verið þar á veiðum, Birtingur NK og Ásgrímur Halldórsson SF. Þetta kemur fram á fréttavefnum mbl.is.  Tvö síðustu ár gerðist það að mikil síld hélt sig inni á Breiðafirði og fékkst stór hluti heildarsíldveiðiaflans þar. Í nóvember í fyrra barst síldin einnig inn á Breiðasund og virðist það nú vera að endurtaka sig. Í dag fékk Birtingur NK 200 tonn í fyrsta kasti, en reif nótina og gat því ekki haldið áfram veiðum. Mbl.is hefur það eftir Ægi Birgissyni skipstjóra á Ásgrími Halldórssyni SF að töluvert sé nú af síld á Breiðasundi. Ásgrímur Halldórsson kom á miðin um klukkan 15 í dag og var stuttu síðar farinn að dæla úr nótinni.

Ægir segir að hann hafi fengið gott kast af stórri og fallegri síld. Meðalþyngd síldarinnar sé um 300 grömm, góð síld sem fari öll í frystingu. Afla beggja skipanna verður landað á Hornafirði, en þangað er um 300 mílna stím.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is