Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. október. 2008 02:40

Borgarbyggð sigraði í Útsvari

Lið Borgarbyggðar. F.v. Einar, Hjördís og Heiðar
Lið Borgarbyggðar varð hlutskarpara þegar það mætti liði Dalvíkurbyggðar í spurningaþættinum Útsvari í beinni útsendingu í Sjónvarpinu á föstudagskvöld. Lokatölur urðu 64-58. Sigurliðið skipuðu þau Einar Valdemarsson fjármálastjóri Háskólans á Bifröst, Hjördís Hjartardóttir félagsráðgjafi og Heiðar Lind Hansson sagnfræðinemi við Háskóla Íslands, en ekkert þeirra tók þátt í keppninni á síðasta ári. Heiðar tók að sér bæði hlaup að bjöllunni og leikræn tilþrif, en Sigmar Guðmundsson þáttastjórnandi sagðist aldrei hafa séð jafn ákafar handahreyfingar í þættinum.  Borgarbyggð hafði forystu lengi framan af en þegar komið var að síðasta hluta keppninnar munaði aðeins einu stigi á liðunum. Borgfirðingar hikuðu ekki við að velja 15 stiga spurningu fyrst, þá þyngstu sem var í boði.

Þar var sýnd mynd af Soffíu Spánardrottningu. Hjördís átti ekki í neinum vandræðum með að bera kennsl á hana og þakkaði það dönskum blöðum. Tveimur spurningum síðar náðu Dalvíkingar einnig að svara 15 stiga spurningu og staðan orðin 58-59. Úrslitin réðust því á síðustu spurningunni, 5 stiga spurningu um úr hvaða kú mjólkin var sem jötunninn Ýmir nærðist á. Það var Hjördís einnig með á hreinu, Auðhumla var það, og sigurinn í höfn. Liðsmenn höfðu það á orði að sigurgleðin fælist ekki síst í því að nú gætu þeir látið sjá sig í kaupfélaginu næstu daga án þess að verða fyrir aðkasti sveitunga sinna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is