Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. október. 2008 09:18

Hlöðumarkaður á Hvanneyri á laugardaginn

Á laugardaginn kemur stendur til að halda svokallaðan Hlöðumarkað á Hvanneyri. Verður hann í verkstæðishúsinu sem Pöbbinn hefur hin síðari ár verið rekinn í. Þarna gefst öllum tækifæri til þess að selja ýmisskonar vörur og/eða þjónustu án þess að greiða fyrir það sérstakt aðstöðugjald. Að sögn Kolbrúnar Önnu Örlygsdóttur, sem líklega er betur þekkt sem Kolla í Kollubúð, þá ákvað hún að efna til markaðarins til þess að gera fólki mögulegt að selja og/eða kaupa vörur á hagstæðu verði. “Við erum með þessu framtaki að reyna að koma á svipaðri stemningu og skapast hefur í Kolaportinu í Reykjavík um helgar. Hér bjóðum við fram okkar húsnæði og ætlum ekki að taka fyrir það gjald sem vonandi gerir það að verkum að fólk vill nýta sér tækifærið og t.d. hreinsa út úr geymslunum sínum margs konar varning og koma í verð.

Það má koma með allt mögulegt s.s. bækur, húsbúnað, DVD-myndir, föt og aðra muni, já bara það sem fólki dettur í hug,” segir Kolla.

 

Hverjum söluaðila verður úthlutað plássi, en viðkomandi þarf sjálfur að koma með það sem til þarf svo sem borð, slár og annað sem þurfa þykir. Þá eru til á staðnum borð og fataslár fyrir nokkra sölubása, sem hægt verður að fá leigða. Allir sem vilja koma og selja sínar vörur geta haft samband við Kollu í síma 849-4819. “Hlöðumarkaðurinn verður svo opinn á laugardaginn, þann 18. október frá klukkan 11-17 og vonandi koma bara sem flestir. Ekki veitir af að breyta til í skammdeginu eins og staðan er í þjóðfélaginu núna. Ef þátttaka verður góð, þá verður þetta að reglubundnum viðburði hjá okkur”, segir Kolla í Kollubúð að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is